ERT ÞÚ MEÐ SVEPPASÝKINGU Í TÁNÖGLUM?

ERT ÞÚ MEÐ SVEPPASÝKINGU Í TÁNÖGLUM?


sv_gd


Við leitum að einstaklingum, 18 ára eða eldri, með staðfesta sveppasýkingu í tánöglum á báðum fótum (gulur eða hvítur litur á nöglum sem sýktar eru) til að taka þátt í klínískri rannsókn.

Rannsóknin stendur yfir í 13 vikur og felur í sér 5 heimsóknir á rannsóknarsetur. Þátttakendur í rannsókninni fá 2 mismunandi sveppaeyðandi lyf til að bera á sýktar táneglur, sitthvort lyfið á neglur á sitthvorum fæti.

Allir sem taka þátt í rannsókninni fá rannsóknarlyfin sér að kostnaðarlausu.

Þátttakendur fá sanngjarnan útlagðan ferðakostnað greiddan.

Rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og Lyfjastofnun. Rannsóknin verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum.

Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti á netfangið:
rannsoknir@hudlaeknastodin.is
eða hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma: 520 4414 og á vefsíðunni www.cutis.is

Vinsamlegast athugið að þeir sem svara þessari auglýsingu skuldbinda sig á engan hátt til að taka þátt í rannsókninni. Þeir sem taka þátt geta hætt þátttöku hvenær sem er án þess að gefa upp ástæðu fyrir þeirri ákvörðun sinni.
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30