Danir með átak í gangi varðandi húðkrabbamein og sólvarnir

Vefstjóri var nýlega í Danmörku til að kynna sér átak Dana varðandi sólvarnir og húðkrabbamein. Þar í landi hafa menn ekki farið varhluta af aukningu húðkrabbameina. Átakið gengur út á að kynna fyrir almenningi einkenni húðkrabbameina og sólvarnir. Apótekin í samvinnu við Húðsjúkdómadeild Bispebjerg sjúkrahússins standa að átakinu. Gefnir hafa verið út bæklingar og apótekin eru einnig nýtt til þessarar kynningar. Þá hefur stór trukkur verið innréttaður þar sem hægt er fá upplýsingar og fræðast um þessi efni. Á myndinni hér að neðan má sjá bílinn á Ráðhústorginu. Í bílnum hanga veggpjöld með upplýsingum, starfsfólk veitir upplýsingar, hægt er að fá sólnæmi húðarinnar mælt. Auk þess er hægt að fá tekna af sér s.k. útfjólubláa mynd, sem sýnir sólskemmdir í húðinni.

Ef þú vilt kynna þér nánar efni veggspjaldanna þá getur þú
skoðað þau með því að smella hér. Þú þarft að hafa Acrobat reader til að skoða myndinar. Skjalið er 10Mb er því svolítinn tíma að hlaðast niður.


pas_din_hud
Trukkurinn á Ráðhústorginu
pas_din_hud2
Ljósnæmi húðarinnar mælt
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30