Gleðilegt sumar

Geislavarnir ríkisins birta daglega spágildi um styrk útfjólublárrar geislunar á Íslandi á slóðinni uv.gr.is. Á síðu Geislavarna kemur fram að mestan hluta ársins er sól of lágt á lofti til að hætta sé á að fólk sólbrenni. Í lok apríl má búast við að styrkur útfjólublárrar geislunar (UV-index) fari í 3 og hækki síðan í 4–5 yfir sumarmánuðina. Samkvæmt ráðleggingum er þörf á að nota sólvörn þegar styrkur útfjólublárrar geislunar er 3, eða hærri.

Því má bæta við að vefstjóri var nýlega á ferð í suðurríkjum Bandaríkjanna. Eins og vera ber voru allar verslanir fullar af sólvörnum. Það sem vakti athygli var að lítið var um krem og olíur, heldur fengust nánast eingöngu sólvarnir í úðbrúsum. Slíkir brúsar eru mjög þægilegir í notkun og skilja ekki eftir sig sýnilegt lag á húðinni. Einnig er auðvelt að úða á svæði sem er erfitt að ná til.

Fyrir nokkrum árum voru flestar sólvvarnir með sólvarnarstuðla 4-8-15-30. Nú bar lítið á vörum með lágan stuðul, en mest áhersla var lögð á vörur með stuðla 30-50-70. Nú er bara að vona að innflytjendur taki við sig og flytji inn sólvarnir í úðabrúsum og meira af vörum með háum stuðlum.
solvorn

Húðlæknastöðin mælir og birtir í rauntíma styrk útfjólublárra geisla. Því miður bilaði geilsaneminn s.l. sumar, en nú hefur verið skipt um nema og birtast því aftur mælingar á styrk útfjólublárra geisla í rauntíma á forsíðu. Nánari upplýsingar um styrk sólarinnar síðustu daga má sjá hér.

Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30