Rannsókn á psoriasis

Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18 ára eða eldri til að taka þátt í rannsókn á nýju lyfi gegn psoriasis


Tilgangur
Tilgangur rannsóknar er að meta öryggi rannsóknarlyfsins og áhri þess á einstaklinga með langvinnan skellupsoriasis. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, húðsjúkdómalæknir. Rannsóknin fer fram á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi.

Framkvæmd
Þátttaka varir í 49 vikur og gert er ráð fyrir 15 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 2 klst. Þér verður gefið annað hvort rannsóknarlyfið eða lyfleysa sem inniheldur ekkert lyf. Líkurnar eru 1 á móti 6 að fá lyfleysu með engu virku innihaldsefni. Ef sjúklingar lenda í lyfleysuhópnum og fá ekki bata er heimilt að færa þá í s.k.opinn hóp og gefa þem virkt lyf.

Greiðslur
Allur kostnaður vegna rannsóknarlyfsins og læknisheimsókna er þér að kostnaðarlausu, en ekki er greitt fyrir þátttöku. Hins vegar e rhægt að fá greitt fyrir ferðakostnað.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar ?
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 520 4409 eða sendu tölvupóst á netfangið rannsoknir(hjá)hudlaeknastodin.is. Einnig er að finna frekari upplýsingar um rannsóknina hér á síðunni.

Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.

Rannsóknarleyfi
Rannsóknin hefur verið yfirfarin og fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.

Við höfum sett upp sérstaka heimasíðu þar sem má fá allar upplýsingar um rannsóknina

Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30