Aðgerðir

Ný reglugerð um greiðsluþátttöku vegna aðgerðaHinn 1.10.2009 tók gildi ný reglugerð um lýtalækningar. í þeirri reglugerð er felld í burtu greiðsluþátttaka vegna aðgerða á aðgerðum húðmeinum.

Reglugerðin felur í sér að Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í greiðslu við meðferð á eftirtöldum sjúkdómu:

Húðsepar
Venjulegar vörtur
(smitvörtur sem eru algengar á höndum og fótum)
Frauðvörtur (algengar hjá börnum)
Fæðingarblettir
Ýmsir góðkynja blettir í húð, þar sem hægt er að útiloka forstigsbreytingar eða krabbamein með skoðun

Eftirtaldar undantekningar gilda:

Góðkynja húðmein önnur en húðsepar: Ekki greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga þegar fjarlægð eru góðkynja húðmein sem ekki eru ógn við heilsu eða færni, sjá þó undantekningu: Þegar góðkynja húðmein eru verulega afmyndandi á höfði og hálsi, eða ef húðmein verða fyrir endurtekinni ertingu eða valda blæðingu, taka Sjúkratryggingar þátt í kostnaði.

Húðsepar (skin tags) fjarlægðir: Ekki greiðsluþátttaka, sjá þó undantekningu: Húðsepar sem verða fyrir endurtekinni ertingu eða valda blæðingu.

Húðmein svo sem fæðingarblettir, æðaæxli, körtuhornlag og taugatrefjaæxlager (nevi, hemangioma, keratosis, neurofibromata): Brottnám (excision) eða eyðing. Ekki greiðsluþátttaka, sjá þó undantekningar, þar sem Sjúkratryggingarnar taka þátt í kostnaði: Rökstuddur grunur um krabbamein svo sem þegar blettir eru óreglulegir í lit eða lögun eða breytingar verða í útliti bletta. Húðmein sem er verulega afmyndandi á höfði eða hálsi, eða húðmein sem skerðir líkamsfærni verulega.
Vörtur (Warts) Fjarlæging eða eyðing: Venjulega er ekki greiðsluþátttaka. -Undantekning þar sem Sjúkratryggingarnar taka þátt í kostnaði: Vörtur sem valda verulegri skerðingu á líkamsfærni og hafa ekki svarað íhaldsamri meðferð.

Reglugerðina í heild sinni má nálgast í gegnum tengilinn hér að neðan:

Reglugerðin í heild sinni (hleður niður pdf skjali af vef Sjúkratrygginga Íslands)


Þeir sem láta fjarlægja eða meðhöndla bletti sem ekki falla undir þær undantekningar sem hafa verið skilgreindar af Sjúkratryggingum Íslands verða því að
greiða að fullu meðferðina. Einnig er rétt að geta þess að örorkukort, afsláttarkort og lækkun á verði til barna gildir ekki við slíkar aðstæður. Alltaf er þó heimilt að leita ráðgjafar vegna ofangreindra meina með fullri greiðsluþátttöku.
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30