Blóðfita

Psoriasis getur fylgt hækkun á kólesteróli

Á síðustu árum hefur komið fram fjöldi rannsókna þar sem sýnt hefur verið fram á tengsl psoriasis og hækkunar á blóðfitu. Kólesteról er mikilvæg blóðfita fyrir líkamsstarfsemi okkar en ef það er of hátt eykur það líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ekki er þekkt hvers vegna of hátt kólesteról fylgir psoriasissjúkdómnum. Of háu kólesteróli fylgja engin líkamleg einkenni, en æðarnar geta skemmst sem getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Það er því mjög mikilvægt að greina kólesterólshækkun snemma þannig að hægt sé að lækka kólesterólið og draga þannig úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.

Viðmiðunarmörk kólesteróls eru eftirfarandi:
koleterol
Æskilegt er að HDL kólesteról (góða kólesterólið) sé hærra 1,1 mmol/l og að LDL kólesteról (vonda kólesterólið) ekki hærra en 3,37 mmol/l.

Varðandi mataræði sem getur gagnast þeim sem hafa of hátt kólesteról þá bendum við á umfjöllun hér á eftir:
Kólesteról - upplýsingabæklingur Hjartaverndar sem m.a. fjallar um mataræði
Ráðleggingar Lýðheilsustofnunar um mataræði (almennt)
Ég er með of hátt kólesteról – hvað er til ráða? - Umfjöllun á doktor.is

Ef breytt mataræði bætir ekki kólesterólsgildin, eða ef gildi þitt er mjög hátt er rétt að leita ráðgjafar hjá hjartalækni, efnaskiptalækni eða heimilislækni.

Til minnis - Gildin þín:
kolesterol2
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30