Fréttir

Sortuæxli - Ísland í dag

Stöð 2 fjallaði um sortuæxli í þættinum Ísland í dag. Sjá nánar hér að neðan:Lestu áfram...

Aðgát í nærveru sólar - ný fræðslumynd um sortuæxli og önnur húðkrabbamein

Í fræðslumyndinni „Aðgát í nærveru sólar“ útskýra læknar hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir sortuæxli og önnur húðkrabbamein, áhættuþætti og afleiðingar þeirra.

Árlega greinast að meðaltali um 45 manns með sortuæxli og tæplega 90 með önnur illkynja húðæxli. Um tíu Íslendingar deyja á ári úr þessum krabbameinum, þar af níu af völdum sortuæxla. Um 1.440 manns eru á lífi sem greinst hafa með þessa sjúkdóma. Sortuæxli er algengasta krabbameinið hjá ungum konum.
Tíðni sortuæxla hefur farið vaxandi á Norðurlöndunum á síðustu þrjátíu árum. Á Íslandi er tíðnin þó aðeins farin að lækka eftir að hafa verið mjög há. Einn helsti áhættuþáttur sortuæxla er sólbruni og ljósabekkjanotkun. Ekki er ólíklegt að minnkandi notkun ljósabekkja eigi þátt í lækkandi tíðni. Ísland var fyrst Norðurlandanna til að setja lög um 18 ára aldurs¬takmark varðandi ljósabekki. Rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir allt að 90% tilfella sortuæxla og annarra húðkrabbameina með skynsamlegri hegðun í sól og með því að fara ekki í ljósabekki. Sérstaklega þarf að huga að því að verja börn í sól.
Epos kvikmyndagerð gerðu myndina fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Embætti landlæknis, Geislavarnir ríkisins, GlaxoSmithKline á Íslandi, Icepharma hf. og Roche.Gleðilegt sumar

Sumarið er komið og sólin er er hærra á lofti með hverjum deginum sem líður og samhliða eykst hættan á sólbruna.Lestu áfram...

Sortumein - Læknadagar

Á nýafstöðnum læknadögum var haldið sérstakt málþing um sortumein (sortuæxli, e: melanoma). Mjög góð mæting var á málþingið og umræður voru líflegar.

Fundarstjóri var Þorvarður Hálfdánarson krabbmeinslæknir frá Mayo sjúkrahúsinu í Rochester. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir fjallaði um "faraldsfræði, áhættuþætti og greiningu". Gunnar Auðólfsson lýtaskurðlæknir um "skurðmeðferð og varðaeitlatöku". Þá var mjög mikill fengur af því að fá Alan Bryce, karabbameinslækni (Senior Associate Consultant, Assistant Professor) frá Mayo Sjúkrahúsinu, en hann fjallaði um nýjungar í lyfjameðferð á langt gengnum sortumeinum (sem hafa myndað meinvörp). Að lokum fjallaði Gunnar Bragi Ragnarsson krabbameinslæknir um eftirlit sjúklinga sem greinst hafa með sortumein.

Spegillinn fjallaði um málþingið og má heyra þá umfjöllun hér að neðan:Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30