Húðlæknastöðin

Húðlæknastöðin

Húðlæknastöðin var stofnuð í mars 1998. Starfandi læknar innan hennar eru allir húðsjúkdómalæknar.

Á Húðlæknastöðinni er sinnt öllum húðsjúkdómum svo sem exemi, ofnæmissjúkdómum húðar, psoriasis, eftirliti og meðferð húðkrabbameina, húðsýkingum ásamt mörgum öðrum sjaldgæfari húðsjúkdómum. Á Húðlæknastöðinni fer fram eftirlit með fæðingarblettum í því skyni að finna sortuæxli á frumstigi. Er í þeim tilgangi notuð afar fullkomin myndatækni sem hjálpar til við eftirlit og greiningu bletta.

Húðlæknastöðin hefur lengi tengst rannsóknum á húðsjúkdómum. Má þar nefna rannsóknir á sveppasýkingum, exemi, psoriasis, sortuæxlum ásamt þáttöku í lyfjarannsóknum.Læknanemar koma árlega á Húðlæknastöðina til að fylgjast með greiningu og meðferð húðsjúkdóma. Þetta er hluti af þeirra námi við Læknadeild HÍ.

Innan Húðlæknastöðvarinnar er starfandi ljósadeild með fullkomnum búnaði til meðferðar psoriasis, exema og fleiri húðsjúkdóma. Þar eru einnig tæki til meðferðar húðsjúkdóma sem bundnir eru við hendur eða fætur. Á ljósadeildinni er einnig sérstakt UVB laser tæki til meðferðar á þrálátum afmörkuðum húðsjúkdómum.

Laserdeild Húðlæknastöðvarinnar er búin nýjum og fullkomnum tækjum. Þar fer fram meðferð á rósroða, æðasliti í andliti, óæskilegum hárvexti, æðasliti á fótlimum, bólum (acne), örmyndun, ofholdgun í húð og fleira.

Það kannast allir við að erfitt getur verið að halda utan um alla fundi og heimsóknir til lækna og tannlækna. Það vill því stundum brenna við að ef heimsóknir til lækna gleymist ef bókað er  með löngum fyrirvara. Af Þessum sökum setti Húðlæknastöðin nýlega upp kerfi sem sendi SMS skeyti til að minna á tímann. Skeytin eru send kl. 10 daginn fyrir áætlaða heimsókn. Kerfið var sett upp fyrri mánuði síðan og hefur almennt mælst vel fyrir. Þó hafa komið upp hnökrar, t.d. hætti kerfið skyndilega að senda út skeyti án nokkurrar skýringar. Einnig hefur viljað bregða við að þeir sem eru bókaðir á fleiri en einum stað, t.d. á skurðstofu og hjá lækni hafi fengið fleiri en eitt skeyti, en það stendur allt til bóta.

Það kannast allir við að erfitt getur verið að halda utan um alla fundi og heimsóknir til lækna og tannlækna. Það vill því stundum brenna við að ef heimsóknir til lækna gleymist ef bókað er  með löngum fyrirvara.

Af Þessum sökum setti Húðlæknastöðin nýlega upp kerfi sem sendi SMS skeyti til að minna á tímann. Skeytin eru send kl. 10 daginn fyrir áætlaða heimsókn. Kerfið var sett upp fyrri mánuði síðan og hefur almennt mælst vel fyrir. Þó hafa komið upp hnökrar, t.d. hætti kerfið skyndilega að senda út skeyti án nokkurrar skýringar. Einnig hefur viljað bregða við að þeir sem eru bókaðir á fleiri en einum stað, t.d. á skurðstofu og hjá lækni hafi fengið fleiri en eitt skeyti, en það stendur allt til bóta.
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30