Psoriasis

Gömul aðferð til meðhöndlunar á psoriais virkar þegar nýju lyfin bregðast


“ Samkvæmt nýrri rannsókn frá húðsjúkdómalæknum á Mayo sjúkrahúsinu í Bandaríkjum, getur psoriasis meðferð með ljósum og tjöruáburði  („Goeckermans“ meðferð)  í sumum tilfellum unnið betur á psoriasis en hin nýju, svo kölluðu „biologisku“ lyf.

„Goeckermans“ meðferðin felst í því að bera tjöru á útbrotin ásamt því að gefa UVB ljósameðferð.

Á þessari rannsókn má sjá að þó að biologisku lyfin geti haft undraverð áhrif á psoriasis og aðra húðsjúkdóma má ekki vanmeta gömlu meðferðirnar eins og tjöruáburði og ljós.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar þá má finna upphaflegu fréttina hér (á ensku).

Rannsókn á psoriasis

Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18 ára eða eldri til að taka þátt í rannsókn á nýju lyfi gegn psoriasis


Tilgangur
Tilgangur rannsóknar er að meta öryggi rannsóknarlyfsins og áhri þess á einstaklinga með langvinnan skellupsoriasis. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, húðsjúkdómalæknir. Rannsóknin fer fram á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi.

Framkvæmd
Þátttaka varir í 49 vikur og gert er ráð fyrir 15 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 2 klst. Þér verður gefið annað hvort rannsóknarlyfið eða lyfleysa sem inniheldur ekkert lyf. Líkurnar eru 1 á móti 6 að fá lyfleysu með engu virku innihaldsefni. Ef sjúklingar lenda í lyfleysuhópnum og fá ekki bata er heimilt að færa þá í s.k.opinn hóp og gefa þem virkt lyf.

Greiðslur
Allur kostnaður vegna rannsóknarlyfsins og læknisheimsókna er þér að kostnaðarlausu, en ekki er greitt fyrir þátttöku. Hins vegar e rhægt að fá greitt fyrir ferðakostnað.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar ?
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 520 4409 eða sendu tölvupóst á netfangið rannsoknir(hjá)hudlaeknastodin.is. Einnig er að finna frekari upplýsingar um rannsóknina hér á síðunni.

Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.

Rannsóknarleyfi
Rannsóknin hefur verið yfirfarin og fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.

Við höfum sett upp sérstaka heimasíðu þar sem má fá allar upplýsingar um rannsóknina

Psoriasis getur fylgt hækkun á kólesteróli

Á síðustu árum hefur komið fram fjöldi rannsókna þar sem sýnt hefur verið fram á tengsl psoriasis og hækkunar á blóðfitu. Kólesteról er mikilvæg blóðfita fyrir líkamsstarfsemi okkar en ef það er of hátt eykur það líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ekki er þekkt hvers vegna of hátt kólesteról fylgir psoriasissjúkdómnum. Of háu kólesteróli fylgja engin líkamleg einkenni, en æðarnar geta skemmst sem getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Það er því mjög mikilvægt að greina kólesterólshækkun snemma þannig að hægt sé að lækka kólesterólið og draga þannig úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.

Viðmiðunarmörk kólesteróls eru eftirfarandi:
koleterol
Æskilegt er að HDL kólesteról (góða kólesterólið) sé hærra 1,1 mmol/l og að LDL kólesteról (vonda kólesterólið) ekki hærra en 3,37 mmol/l.

Varðandi mataræði sem getur gagnast þeim sem hafa of hátt kólesteról þá bendum við á umfjöllun hér á eftir:
Kólesteról - upplýsingabæklingur Hjartaverndar sem m.a. fjallar um mataræði
Ráðleggingar Lýðheilsustofnunar um mataræði (almennt)
Ég er með of hátt kólesteról – hvað er til ráða? - Umfjöllun á doktor.is

Ef breytt mataræði bætir ekki kólesterólsgildin, eða ef gildi þitt er mjög hátt er rétt að leita ráðgjafar hjá hjartalækni, efnaskiptalækni eða heimilislækni.

Til minnis - Gildin þín:
kolesterol2
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30