Um símlyfseðla og símaþjónustu

Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til lækna að fjölnota lyfseðlar séu mun æskilegri en símlyfseðlar og að ástand sjúklings og þörf á áframhaldandi meðferð sé metin minnst á árs fresti. Á Húðlæknastöðinni höfum við tekið upp eftifarandi viðmiðunarreglur:

Sjálfsagt er að endurnýja lyfseðla í gegnum síma og leiðbeina símleiðis ef hægt er fyrstu mánuðina eftir síðasta viðtal hjá sérfræðingi. Sé lengra en 12 mánuðir liðnir frá síðustu skoðun er rétt að sjúklingur panti nýjan tíma hjá sérfræðingi sem metur þá hvort þörf er á áframhaldandi lyfjameðferð og hvort ástæða sé að endurskoða lyfjameðferðina.
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30