Gömul aðferð til meðhöndlunar á psoriais virkar þegar nýju lyfin bregðast


“ Samkvæmt nýrri rannsókn frá húðsjúkdómalæknum á Mayo sjúkrahúsinu í Bandaríkjum, getur psoriasis meðferð með ljósum og tjöruáburði  („Goeckermans“ meðferð)  í sumum tilfellum unnið betur á psoriasis en hin nýju, svo kölluðu „biologisku“ lyf.

„Goeckermans“ meðferðin felst í því að bera tjöru á útbrotin ásamt því að gefa UVB ljósameðferð.

Á þessari rannsókn má sjá að þó að biologisku lyfin geti haft undraverð áhrif á psoriasis og aðra húðsjúkdóma má ekki vanmeta gömlu meðferðirnar eins og tjöruáburði og ljós.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar þá má finna upphaflegu fréttina hér (á ensku).
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30