Sortumein - Læknadagar

Á nýafstöðnum læknadögum var haldið sérstakt málþing um sortumein (sortuæxli, e: melanoma). Mjög góð mæting var á málþingið og umræður voru líflegar.

Fundarstjóri var Þorvarður Hálfdánarson krabbmeinslæknir frá Mayo sjúkrahúsinu í Rochester. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir fjallaði um "faraldsfræði, áhættuþætti og greiningu". Gunnar Auðólfsson lýtaskurðlæknir um "skurðmeðferð og varðaeitlatöku". Þá var mjög mikill fengur af því að fá Alan Bryce, karabbameinslækni (Senior Associate Consultant, Assistant Professor) frá Mayo Sjúkrahúsinu, en hann fjallaði um nýjungar í lyfjameðferð á langt gengnum sortumeinum (sem hafa myndað meinvörp). Að lokum fjallaði Gunnar Bragi Ragnarsson krabbameinslæknir um eftirlit sjúklinga sem greinst hafa með sortumein.

Spegillinn fjallaði um málþingið og má heyra þá umfjöllun hér að neðan:Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30