Alvarlegar sýkingar geta borist á milli þeirra sem stunda ljósabekki

Nú er ekki lengur vafi á þætti ljósabekkja í myndun húðkrabbameina og alþjóða krabbameinsstofnunin (IARC) hefur bætt ljósabekkjum á lista sinn um þekkta krabbameinsvalda, en á þeim lista er að finna ýmis konar góðgæti s.s. tóbak, asbest o.fl.. Nú virðist vera að fleiri hættur tengist ljósabekkjanotkuninni, ef marka má grein í janúarhefti tímarits bandaríska húðlæknafélagsins.

Höfundarnir völdu sér ljósabekkajstofur sem höfðu fengið hæstu einkunn fyrir gæði í “New York Magazine”. Þeir pöntuðu sér tíma, en í stað þes að skella sér í bekkina tóku þeir bakteríusýni frá bekkjunum. Athugaðar voru 10 ljósastofur.

Meinbakteríur ræktuðust frá öllum ljósastofunum. Alls ræktuðust allt að fimm minsmunandi meinbakterítegundir frá einni og sömu ljósastofu. Algengustu bakteríurnar sem fundust voru: Kelbsiella (4/10), Pseudomonas (5/10), Enterococcus (3/10), Staphylococcus auresus (3/10) og enterobacter cloacae (2/20).

Allar þessar bakteríur geta valdið alvarlegum sýkingum í húð. Þar sem þessar bakteríur ræktast frá yfirborði bekkjanna er líklegt að þær geti borist á milli gestanna og valdið sýkingum í húð.

Þess má geta að húðlæknar Húðlæknastöðvarinnar hafa séð nokkur tilvik af kláðamaur sem virðast hafa smitast manna á milli í ljósbekkjum.

Líklega er best að hugsa sig um tvisvar áður en farið er í ljós.

BS

Russak, Julie E, and Darrell S Rigel. "Tanning Bed Hygiene: Microbes Found on Tanning Beds Present a Potential Health Risk." Journal of the American Academy of Dermatology 62, no. 1 (2010): doi:10.1016/j.jaad.2009.05.034.
Bakteriur
Þú ert ekki einn á ferð í ljósum. Hér má sjá afrakstur ræktunar úr bekkjunum.
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30