13 stutt myndbönd um sólina og húðina

Krabbameinsfélagið hefur látið gera stutt myndbönd þar sem Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir situr fyrir svörum um sólina, ljósabekki, brúnkukrem og margt annað sem snertir húðina okkar.

Sjá nánar hér

Skaðinn af sólinni lágmarkaðir

Við fylgjum ekki alltaf ráðleggingum lækna upp á hár. Sum okkar drekka meira vín en æskilegt væri, eða borða meira nammi en við ættum. Við kjömsum á reyktum og söltuðum mat og hreyfum okkur minna en læknirinn myndi vilja.

Læknarnir ráðleggja líka að fólk vari sig á sólinni en samt geta fæst okkar staðist það að reyna að taka smá lit þegar veðrið er gott og himinninn heiðskír. Það þykir agalega skrítið að skjótast suður til Tenerife eða Mallorca og koma ekki heim með fína brúnku.
Lestu áfram...

ERT ÞÚ MEÐ SVEPPASÝKINGU Í TÁNÖGLUM?

Við erum að leita að einstaklingum með sveppasýkingu í tánöglumLestu áfram...

Sortuæxli - Ísland í dag

Stöð 2 fjallaði um sortuæxli í þættinum Ísland í dag. Sjá nánar hér að neðan:Lestu áfram...

Aðgát í nærveru sólar - ný fræðslumynd um sortuæxli og önnur húðkrabbamein

Í fræðslumyndinni „Aðgát í nærveru sólar“ útskýra læknar hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir sortuæxli og önnur húðkrabbamein, áhættuþætti og afleiðingar þeirra.

Árlega greinast að meðaltali um 45 manns með sortuæxli og tæplega 90 með önnur illkynja húðæxli. Um tíu Íslendingar deyja á ári úr þessum krabbameinum, þar af níu af völdum sortuæxla. Um 1.440 manns eru á lífi sem greinst hafa með þessa sjúkdóma. Sortuæxli er algengasta krabbameinið hjá ungum konum.
Tíðni sortuæxla hefur farið vaxandi á Norðurlöndunum á síðustu þrjátíu árum. Á Íslandi er tíðnin þó aðeins farin að lækka eftir að hafa verið mjög há. Einn helsti áhættuþáttur sortuæxla er sólbruni og ljósabekkjanotkun. Ekki er ólíklegt að minnkandi notkun ljósabekkja eigi þátt í lækkandi tíðni. Ísland var fyrst Norðurlandanna til að setja lög um 18 ára aldurs¬takmark varðandi ljósabekki. Rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir allt að 90% tilfella sortuæxla og annarra húðkrabbameina með skynsamlegri hegðun í sól og með því að fara ekki í ljósabekki. Sérstaklega þarf að huga að því að verja börn í sól.
Epos kvikmyndagerð gerðu myndina fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Embætti landlæknis, Geislavarnir ríkisins, GlaxoSmithKline á Íslandi, Icepharma hf. og Roche.Gleðilegt sumar

Sumarið er komið og sólin er er hærra á lofti með hverjum deginum sem líður og samhliða eykst hættan á sólbruna.Lestu áfram...

Sortumein - Læknadagar

Á nýafstöðnum læknadögum var haldið sérstakt málþing um sortumein (sortuæxli, e: melanoma). Mjög góð mæting var á málþingið og umræður voru líflegar.

Fundarstjóri var Þorvarður Hálfdánarson krabbmeinslæknir frá Mayo sjúkrahúsinu í Rochester. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir fjallaði um "faraldsfræði, áhættuþætti og greiningu". Gunnar Auðólfsson lýtaskurðlæknir um "skurðmeðferð og varðaeitlatöku". Þá var mjög mikill fengur af því að fá Alan Bryce, karabbameinslækni (Senior Associate Consultant, Assistant Professor) frá Mayo Sjúkrahúsinu, en hann fjallaði um nýjungar í lyfjameðferð á langt gengnum sortumeinum (sem hafa myndað meinvörp). Að lokum fjallaði Gunnar Bragi Ragnarsson krabbameinslæknir um eftirlit sjúklinga sem greinst hafa með sortumein.

Spegillinn fjallaði um málþingið og má heyra þá umfjöllun hér að neðan:Ný tæki á laserdeild

Húðlæknastöðin hefur fest kaup á nýjum og betri laser tækjum. Um er að ræða viðbót við þann tækjakost sem fyrir er. Laser tækin eru frá fyrirtækinu Palomar í Bandaríkjunum.

Nýju lasertækin gefa möguleika á að meðhöndla ýmsa húðsjúkdóma og öldrunarbreytingar í húðinni betur en áður hefur þekkst.
Fractional laser meðferð hefur í um áratug verið í þróun, en kom ekki á markað fyrr en nýlega. Meðferðin hefur verið viðurkennd af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA).

Sérstaklega má benda á nýjan laser til meðhöndlunar á óæskilegum hárvexti. Árnagur af þessu nýja tæki er betri en áður þekktist, en einnig er hægt að meðhöndla stór húðsvæði á mjög stuttum tíma. ÞAnnig er t.d. hægt að meðhöndla óæskilegan hárvöxt á baki á einungis 10 ínútum.

Þessi tækni byggir á því að örfín göt eru gerð á húðina með lasergeisla. í kjölfarið fer í gang endurnýjunarferli í húðinni. Laser meðferðin hefur þannig jákvæð áhrif á húðina sem nýtist m.a við meðferð á hvers konar örum og sólarskemmdum. Laserinn hefur einnig mikil áhrif á öldrunarbreytingar bæði hrukkur og slappa húð.

Það er mikill kostur við þessa nýju meðferð að það tekur fólk stuttan tíma að jafna sig eftir meðferðina . Að jafnaði 2-4 daga. Með þessari meðferð er kominn raunverulegur valkostur fyrir fólk sem hefur áhuga á að hressa upp á húðina en hefur ekki áhuga eða tíma til að fara í skurðaðgerðir.

Það er von okkar að með þessum nýju laser tækjum getum við aukið þjónustuna og boðið upp á laser meðferð sem ekki hefur staðið til boða hér á landi áður.

GBS

Húðlæknastöðin

Húðlæknastöðin var stofnuð í mars 1998. Starfandi læknar innan hennar eru allir húðsjúkdómalæknar.

Á Húðlæknastöðinni er sinnt öllum húðsjúkdómum svo sem exemi, ofnæmissjúkdómum húðar, psoriasis, eftirliti og meðferð húðkrabbameina, húðsýkingum ásamt mörgum öðrum sjaldgæfari húðsjúkdómum. Á Húðlæknastöðinni fer fram eftirlit með fæðingarblettum í því skyni að finna sortuæxli á frumstigi. Er í þeim tilgangi notuð afar fullkomin myndatækni sem hjálpar til við eftirlit og greiningu bletta.

Húðlæknastöðin hefur lengi tengst rannsóknum á húðsjúkdómum. Má þar nefna rannsóknir á sveppasýkingum, exemi, psoriasis, sortuæxlum ásamt þáttöku í lyfjarannsóknum.Læknanemar koma árlega á Húðlæknastöðina til að fylgjast með greiningu og meðferð húðsjúkdóma. Þetta er hluti af þeirra námi við Læknadeild HÍ.

Innan Húðlæknastöðvarinnar er starfandi ljósadeild með fullkomnum búnaði til meðferðar psoriasis, exema og fleiri húðsjúkdóma. Þar eru einnig tæki til meðferðar húðsjúkdóma sem bundnir eru við hendur eða fætur. Á ljósadeildinni er einnig sérstakt UVB laser tæki til meðferðar á þrálátum afmörkuðum húðsjúkdómum.

Laserdeild Húðlæknastöðvarinnar er búin nýjum og fullkomnum tækjum. Þar fer fram meðferð á rósroða, æðasliti í andliti, óæskilegum hárvexti, æðasliti á fótlimum, bólum (acne), örmyndun, ofholdgun í húð og fleira.

Fleiri ungar konur hér með kynfæravörtur

Eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu 14.01.2009Ragnheiður Alfreðsdóttir og Laufey Tryggvadóttir


Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is
UM 20 prósent íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 25 ára hafa greinst með kynfæravörtur sem er langhæsta hlutfallið á Norðurlöndum. Þetta er niðurstaða könnunar meðal 15 þúsund íslenskra kvenna sem gerð var á árunum 2004 til 2005.

Íslenskar konur á þessum aldri höfðu einnig sofið hjá mun fleiri körlum en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur, faraldsfræðings hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

»Fjöldi rekkjunauta er sá þáttur sem hefur langmest áhrif á hvort kona smitast. Íslenskar stúlkur voru með hæst algengi kynfæravörtusmits og hér var hröðust aukning á smiti og fjölda rekkjunauta. Hjá yngsta hópi kvennanna voru þeir yfir 12 hér á landi að meðaltali miðað við sjö annars staðar á Norðurlöndum. Þeir eru miklu fleiri nú en fyrir um 20 árum. Þetta ástand endurspeglar eitthvert hömluleysi eða misskilning á því hvernig á að hegða sér og það þarf að taka á þessu,« segir Laufey.

Kynfæravörturnar smitast fyrir tilstilli HPV-veira sem eru náskyldar þeim sem valda leghálskrabbameini, að því er Laufey greinir frá. »Þess vegna er mjög líklegt að smit af völdum HPV-veira sem valda leghálskrabbameini sé einnig mun tíðara hér.«

Vörturnar geta birst vikum eða mánuðum eftir kynferðislegt samneyti við sýktan einstakling og konurnar jafnvel verið einkennalausar, að því er segir í nýrri grein hjúkrunarfræðinga á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Bent er á að kynfæravörtusmit aukist bæði hjá konum og körlum þegar skapabarmar eða svæði umhverfis kynfæri eru rökuð vegna þess að við rakstur verði oft rof í húð sem auðveldi veirusmit.

Séu vörturnar ómeðhöndlaðar geta þær breiðst út, haldist óbreyttar en einnig horfið. Í 92 prósentum tilfella myndar ónæmiskerfi líkamans mótefni sem eyðir veirunni á næstu 18 mánuðum eftir smit.

»Líkaminn getur unnið á þessu eins og mörgum öðrum veirusýkingum sem við fáum en þetta getur líka orðið vandamál,« segir Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, sem annað kvöld heldur fræðslukvöld um HPV-smit, afleiðingar þess og forvarnir.

Ragnheiður leggur áherslu á mikilvægi þess að konur sem byrjað hafa kynlíf komi í reglubundna leghálsskoðun frá 20 ára aldri þar sem HPV-smit er algengast meðal ungra kvenna.

Í HNOTSKURN

Könnunin á Íslandi var liður í könnun sem náði til 70 þúsunda norrænna kvenna. Alls höfðu 10,6 prósent kvenna á Norðurlöndum á aldrinum 18 til 45 ára greinst með kynfæravörtur. Sumar tegundir HPV-veirunnar valda kynfæravörtum en aðrar frumubreytingum í leghálsi.

Viðbót Húðlæknastöðvarinnar:

Ef þú hefur áhyggjur af kynfæravörtum getur þú leitað hjálpar og ráðgjafar á eftirtöldum stöðum:
Kynsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi
Húð- og kynsjúkdómalæknar
Kvensjúkdómalæknar
Þvagfæraskurðlæknar

Einnig má finna grein um kynfæravörtur hér á síðunni:

http://www.hudlaeknastodin.is/page4/files/category-kynf00e6rav00f6rtur.html

Það kannast allir við að erfitt getur verið að halda utan um alla fundi og heimsóknir til lækna og tannlækna. Það vill því stundum brenna við að ef heimsóknir til lækna gleymist ef bókað er  með löngum fyrirvara. Af Þessum sökum setti Húðlæknastöðin nýlega upp kerfi sem sendi SMS skeyti til að minna á tímann. Skeytin eru send kl. 10 daginn fyrir áætlaða heimsókn. Kerfið var sett upp fyrri mánuði síðan og hefur almennt mælst vel fyrir. Þó hafa komið upp hnökrar, t.d. hætti kerfið skyndilega að senda út skeyti án nokkurrar skýringar. Einnig hefur viljað bregða við að þeir sem eru bókaðir á fleiri en einum stað, t.d. á skurðstofu og hjá lækni hafi fengið fleiri en eitt skeyti, en það stendur allt til bóta.

Það kannast allir við að erfitt getur verið að halda utan um alla fundi og heimsóknir til lækna og tannlækna. Það vill því stundum brenna við að ef heimsóknir til lækna gleymist ef bókað er  með löngum fyrirvara.

Af Þessum sökum setti Húðlæknastöðin nýlega upp kerfi sem sendi SMS skeyti til að minna á tímann. Skeytin eru send kl. 10 daginn fyrir áætlaða heimsókn. Kerfið var sett upp fyrri mánuði síðan og hefur almennt mælst vel fyrir. Þó hafa komið upp hnökrar, t.d. hætti kerfið skyndilega að senda út skeyti án nokkurrar skýringar. Einnig hefur viljað bregða við að þeir sem eru bókaðir á fleiri en einum stað, t.d. á skurðstofu og hjá lækni hafi fengið fleiri en eitt skeyti, en það stendur allt til bóta.

Gömul aðferð til meðhöndlunar á psoriais virkar þegar nýju lyfin bregðast


“ Samkvæmt nýrri rannsókn frá húðsjúkdómalæknum á Mayo sjúkrahúsinu í Bandaríkjum, getur psoriasis meðferð með ljósum og tjöruáburði  („Goeckermans“ meðferð)  í sumum tilfellum unnið betur á psoriasis en hin nýju, svo kölluðu „biologisku“ lyf.

„Goeckermans“ meðferðin felst í því að bera tjöru á útbrotin ásamt því að gefa UVB ljósameðferð.

Á þessari rannsókn má sjá að þó að biologisku lyfin geti haft undraverð áhrif á psoriasis og aðra húðsjúkdóma má ekki vanmeta gömlu meðferðirnar eins og tjöruáburði og ljós.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar þá má finna upphaflegu fréttina hér (á ensku).

Landlæknisembættið gefur út nýjan bækling um kynsjúkdóma

Landlæknisembættið hefur gefð út nýjan bækling um kynsjúkdóma. Bæklinginn má nálgast með því að smella á myndina hér til hliðar. Bæklingurinn fer í varanlega geymslu á fræðslusíðunni. Eftirfarandi texti er tekinn af heimasíðu Landlæknisembættisins:

Nýr bæklingur um kynsjúkdóma

Út er kominn á vegum sóttvarnalæknis bæklingurinn Kynsjúkdómar – Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir. Bæklingurinn, sem er gefinn út bæði á prenti og í rafrænu formi, er saminn fyrst og fremst með þarfir ungs fólks í huga. Brýn þörf er á hentugu fræðsluefni um kynsjúkdóma fyrir þann aldurshóp enda er tíðni kynsjúkdóma, t.d. klamydíu, hæst meðal fólks á aldrinum 15–30 ára.

Umfjöllunarefni bæklingsins er, eins og nafnið bendir til, lýsing á smitleiðum kynsjúkdóma, einkennum þeirra og meðferð. Einnig er fjallað um hvernig hægt er að verjast kynsjúkdómum auk þess sem veitt eru svör við algengum spurningum. Þá er bent á greiningarstaði og hlekki þar sem finna má nánari upplýsingar. Bæklingurinn er 28 blaðsíður og er ríkulega myndskreyttur. Ritstjórn bæklingsins var í höndum Sigurlaugar Hauksdóttur verkefnisstjóra en útlit og myndir annaðist Auglýsingastofa Þórhildar.

Ástráður, félag læknanema, HIV-Ísland – Alnæmissamtökin og fræðslan Tölum saman – samskipti foreldra og unglinga um kynlíf ásamt fleirum sem standa fyrir fræðslu um kynlíf og kynsjúkdóma í skólum landsins munu aðstoða Landlæknisembættið við að dreifa bæklingnum. Einnig verða heilsugæslustöðvum og lyfjaverslunum sendir bæklingar til kynningar. Aðrir áhugasamir, jafnt stofnanir og einstaklingar, geta haft samband við Landlæknisembættið og fengið bæklinga senda eða nálgast þá á vefsetri embættisins.

Sóttvarnalæknir vonast til þess að bæklingnum verði vel tekið og hann geti orðið hvatning til þeirra sem vilja afla sér upplýsinga um kynsjúkdóma.

Sigurlaug Hauksdóttir
yfirfélagsráðgjafi og verkefnisstjóri

Faraldur af sortuæxlum hjá ungum konum

Áberandi er hve sortuæxli eru algeng hjá konum yngri en 35 ára skv. tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands. Á línurtitunum hér að neðan er tíðnin borin saman á milli Norðurlandanna. Þar kemur fram að fram undir 1990 er tíðni sortuæxla hjá ungum konum lægst hér á landi, en fer ört vaxandi eftir það. Á síðustu árum eru íslensku konurnar með nánast þrefalda tíðni miðað við hin Norðurlöndin. Þekkt er að útfjólubláir geislar er einn helsti áhættuþáttur í myndun sortuþæxla og þegar tekið er tillit til legu landsins koma þessar niðurstöður nokkuð á óvart. Hækkun hefur einnig sést hjá ungum karlmönnum, en hún er ekki eins áberandi.

Fyrir þá sem vilja kynna sér einkenni sortuæxla má gera það hér.

Stöð 2 birti frétt um málið og má nálgast fréttina hér að neðan:

Rannsókn á psoriasis

Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18 ára eða eldri til að taka þátt í rannsókn á nýju lyfi gegn psoriasis


Tilgangur
Tilgangur rannsóknar er að meta öryggi rannsóknarlyfsins og áhri þess á einstaklinga með langvinnan skellupsoriasis. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, húðsjúkdómalæknir. Rannsóknin fer fram á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi.

Framkvæmd
Þátttaka varir í 49 vikur og gert er ráð fyrir 15 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 2 klst. Þér verður gefið annað hvort rannsóknarlyfið eða lyfleysa sem inniheldur ekkert lyf. Líkurnar eru 1 á móti 6 að fá lyfleysu með engu virku innihaldsefni. Ef sjúklingar lenda í lyfleysuhópnum og fá ekki bata er heimilt að færa þá í s.k.opinn hóp og gefa þem virkt lyf.

Greiðslur
Allur kostnaður vegna rannsóknarlyfsins og læknisheimsókna er þér að kostnaðarlausu, en ekki er greitt fyrir þátttöku. Hins vegar e rhægt að fá greitt fyrir ferðakostnað.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar ?
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 520 4409 eða sendu tölvupóst á netfangið rannsoknir(hjá)hudlaeknastodin.is. Einnig er að finna frekari upplýsingar um rannsóknina hér á síðunni.

Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.

Rannsóknarleyfi
Rannsóknin hefur verið yfirfarin og fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.

Við höfum sett upp sérstaka heimasíðu þar sem má fá allar upplýsingar um rannsóknina

Alvarlegar sýkingar geta borist á milli þeirra sem stunda ljósabekki

Nú er ekki lengur vafi á þætti ljósabekkja í myndun húðkrabbameina og alþjóða krabbameinsstofnunin (IARC) hefur bætt ljósabekkjum á lista sinn um þekkta krabbameinsvalda, en á þeim lista er að finna ýmis konar góðgæti s.s. tóbak, asbest o.fl.. Nú virðist vera að fleiri hættur tengist ljósabekkjanotkuninni, ef marka má grein í janúarhefti tímarits bandaríska húðlæknafélagsins.

Höfundarnir völdu sér ljósabekkajstofur sem höfðu fengið hæstu einkunn fyrir gæði í “New York Magazine”. Þeir pöntuðu sér tíma, en í stað þes að skella sér í bekkina tóku þeir bakteríusýni frá bekkjunum. Athugaðar voru 10 ljósastofur.

Meinbakteríur ræktuðust frá öllum ljósastofunum. Alls ræktuðust allt að fimm minsmunandi meinbakterítegundir frá einni og sömu ljósastofu. Algengustu bakteríurnar sem fundust voru: Kelbsiella (4/10), Pseudomonas (5/10), Enterococcus (3/10), Staphylococcus auresus (3/10) og enterobacter cloacae (2/20).

Allar þessar bakteríur geta valdið alvarlegum sýkingum í húð. Þar sem þessar bakteríur ræktast frá yfirborði bekkjanna er líklegt að þær geti borist á milli gestanna og valdið sýkingum í húð.

Þess má geta að húðlæknar Húðlæknastöðvarinnar hafa séð nokkur tilvik af kláðamaur sem virðast hafa smitast manna á milli í ljósbekkjum.

Líklega er best að hugsa sig um tvisvar áður en farið er í ljós.

BS

Russak, Julie E, and Darrell S Rigel. "Tanning Bed Hygiene: Microbes Found on Tanning Beds Present a Potential Health Risk." Journal of the American Academy of Dermatology 62, no. 1 (2010): doi:10.1016/j.jaad.2009.05.034.
Bakteriur
Þú ert ekki einn á ferð í ljósum. Hér má sjá afrakstur ræktunar úr bekkjunum.

Hættan er ljós - Ungt fólk á ekki að fara í ljósabekki

Nú er að hefjast átak sem beinist að fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Þetta er sjöunda árið sem farið er í fræðsluherferð undir slagorðinu „Hættan er ljós“. Birtar verða auglýsingar í dagblöðum og á vefsíðum, m.a. Facebook, og fjallað um málið í fjölmiðlum.

Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mikið á síðustu áratugum, einkum tíðni svonefndra sortuæxla, en þau eru alvarlegasta tegund húðkrabbameins og algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára. Foreldrar og aðrir forráðamenn fermingarbarna eru hvattir til að fara að tilmælum alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. Nýlega hafa verið settar fram tillögur á norrænum vettvangi um að banna þeim sem eru yngri en átján ára að fara í ljós. Slíkt bann hefur þegar tekið gildi í nokkrum löndum, m.a. Skotlandi.

Í kjölfar fræðsluherferðanna síðustu ár hefur dregið úr ljósabekkjanotkun ungs fólks og nokkrar sveitarstjórnir hafa hætt að bjóða upp á sólböð í ljósabekkjum í íþróttamannvirkjum sínum. Með herferðinni er stefnt að því að draga enn frekar úr ljósabekkjanotkuninni. Leitað verður til presta landsins um að leggja málefninu lið, eins og undanfarin ár.

Nú er að koma út fræðslurit um sortuæxli. Krabbameinsfélagið gefur ritið út en höfundar eru læknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali 50 manns á ári með sortuæxli í húð, 60 með önnur húðæxli og um 225 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Á allra síðustu árum hefur heldur dregið úr tíðninni. Ár hvert deyja að meðaltali níu Íslendingar úr sortuæxlum í húð.

Frétt frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu,
Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð, 26. febrúar 2010.

Fræðslusíða: www.krabb.is/ljosHættan er ljós - Viðtal við Bárð Sigurgeirsson húðsjúkdómalækni

Nýjungar í meðferð á Sveppum í tánöglum

Bárður Sigurgeirsson húðlæknir flutti fyrirlestur um nýjungar í meðferð á sveppum í tánöglum á Evrópuþingi húðlækna sem haldið var í Gautaborg í byrjun október.

Ný reglugerð um greiðsluþátttöku vegna aðgerðaHinn 1.10.2009 tók gildi ný reglugerð um lýtalækningar. í þeirri reglugerð er felld í burtu greiðsluþátttaka vegna aðgerða á aðgerðum húðmeinum.

Reglugerðin felur í sér að Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í greiðslu við meðferð á eftirtöldum sjúkdómu:

Húðsepar
Venjulegar vörtur
(smitvörtur sem eru algengar á höndum og fótum)
Frauðvörtur (algengar hjá börnum)
Fæðingarblettir
Ýmsir góðkynja blettir í húð, þar sem hægt er að útiloka forstigsbreytingar eða krabbamein með skoðun

Eftirtaldar undantekningar gilda:

Góðkynja húðmein önnur en húðsepar: Ekki greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga þegar fjarlægð eru góðkynja húðmein sem ekki eru ógn við heilsu eða færni, sjá þó undantekningu: Þegar góðkynja húðmein eru verulega afmyndandi á höfði og hálsi, eða ef húðmein verða fyrir endurtekinni ertingu eða valda blæðingu, taka Sjúkratryggingar þátt í kostnaði.

Húðsepar (skin tags) fjarlægðir: Ekki greiðsluþátttaka, sjá þó undantekningu: Húðsepar sem verða fyrir endurtekinni ertingu eða valda blæðingu.

Húðmein svo sem fæðingarblettir, æðaæxli, körtuhornlag og taugatrefjaæxlager (nevi, hemangioma, keratosis, neurofibromata): Brottnám (excision) eða eyðing. Ekki greiðsluþátttaka, sjá þó undantekningar, þar sem Sjúkratryggingarnar taka þátt í kostnaði: Rökstuddur grunur um krabbamein svo sem þegar blettir eru óreglulegir í lit eða lögun eða breytingar verða í útliti bletta. Húðmein sem er verulega afmyndandi á höfði eða hálsi, eða húðmein sem skerðir líkamsfærni verulega.
Vörtur (Warts) Fjarlæging eða eyðing: Venjulega er ekki greiðsluþátttaka. -Undantekning þar sem Sjúkratryggingarnar taka þátt í kostnaði: Vörtur sem valda verulegri skerðingu á líkamsfærni og hafa ekki svarað íhaldsamri meðferð.

Reglugerðina í heild sinni má nálgast í gegnum tengilinn hér að neðan:

Reglugerðin í heild sinni (hleður niður pdf skjali af vef Sjúkratrygginga Íslands)


Þeir sem láta fjarlægja eða meðhöndla bletti sem ekki falla undir þær undantekningar sem hafa verið skilgreindar af Sjúkratryggingum Íslands verða því að
greiða að fullu meðferðina. Einnig er rétt að geta þess að örorkukort, afsláttarkort og lækkun á verði til barna gildir ekki við slíkar aðstæður. Alltaf er þó heimilt að leita ráðgjafar vegna ofangreindra meina með fullri greiðsluþátttöku.

Um símlyfseðla og símaþjónustu

Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til lækna að fjölnota lyfseðlar séu mun æskilegri en símlyfseðlar og að ástand sjúklings og þörf á áframhaldandi meðferð sé metin minnst á árs fresti. Á Húðlæknastöðinni höfum við tekið upp eftifarandi viðmiðunarreglur:

Sjálfsagt er að endurnýja lyfseðla í gegnum síma og leiðbeina símleiðis ef hægt er fyrstu mánuðina eftir síðasta viðtal hjá sérfræðingi. Sé lengra en 12 mánuðir liðnir frá síðustu skoðun er rétt að sjúklingur panti nýjan tíma hjá sérfræðingi sem metur þá hvort þörf er á áframhaldandi lyfjameðferð og hvort ástæða sé að endurskoða lyfjameðferðina.

Húðlæknastöðin opnar laserdeild og læknamóttöku á Akureyri

Húðlæknastöðin hefur opnað laserdeild og mótttöku húðlækna á Akureyri. Stefnt er að lasermeðferð og læknamóttöku minnst einu sinni í mánuði. Lasermeðferð og móttaka sjúklinga fer fram á Læknastofum Akureyrar, Hafnarstræti 97, 6. hæð (“Krónan”).

Tímapantanir fyrir viðtal hjá húðsjúkdómalækni er í síma 5204444 alla virka daga á milli 9 og 12 og á milli 13 og 16. Panta má tíma í lasermeðferð og fá nánari upplýsingar um lasermeðferð í síma 5204412. EInnig má fá upplýsingar á
www.hudlaser.is.

Algengustu ábendingar fyrir lasermeðferð eru óæskilegur hárvöxtur, roði og æðaslit í andliti, óæskilegar æðar á ganglimum, fínar hrukkur í andliti og minni háttar andlitslyfting. Ath að í flestum tilvikum taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í slíkri meðferð eða viðtölum vegna hennar. Þar eru þó ákveðnar undantekningar.

Húðsjúkdómalæknarnir taka bæði á móti sjúklingum með almenn húðvandamál og þeim sem koma vegna lasermeðferðar.Næsta dagsetning fyrir lasermeðferð og móttöku lækna er: 8 og 9 september 2011

Húðsjúkdómalæknir: Bárður Sigurgeirsson


Danir með átak í gangi varðandi húðkrabbamein og sólvarnir

Vefstjóri var nýlega í Danmörku til að kynna sér átak Dana varðandi sólvarnir og húðkrabbamein. Þar í landi hafa menn ekki farið varhluta af aukningu húðkrabbameina. Átakið gengur út á að kynna fyrir almenningi einkenni húðkrabbameina og sólvarnir. Apótekin í samvinnu við Húðsjúkdómadeild Bispebjerg sjúkrahússins standa að átakinu. Gefnir hafa verið út bæklingar og apótekin eru einnig nýtt til þessarar kynningar. Þá hefur stór trukkur verið innréttaður þar sem hægt er fá upplýsingar og fræðast um þessi efni. Á myndinni hér að neðan má sjá bílinn á Ráðhústorginu. Í bílnum hanga veggpjöld með upplýsingum, starfsfólk veitir upplýsingar, hægt er að fá sólnæmi húðarinnar mælt. Auk þess er hægt að fá tekna af sér s.k. útfjólubláa mynd, sem sýnir sólskemmdir í húðinni.

Ef þú vilt kynna þér nánar efni veggspjaldanna þá getur þú
skoðað þau með því að smella hér. Þú þarft að hafa Acrobat reader til að skoða myndinar. Skjalið er 10Mb er því svolítinn tíma að hlaðast niður.


pas_din_hud
Trukkurinn á Ráðhústorginu
pas_din_hud2
Ljósnæmi húðarinnar mælt

Læknablaðið birtir niðurstöður mælinga á styrk sólarinnar

Mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Í niðurstöðum rannsóknar sem birtast í Læknablaðinu kemur fram að á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni.

Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta hefti Læknablaðsins, en það voru læknarnir Bárður Sigurgeirsson og Hans Christian Wulf yfirlæknir Húðlækningadeildar Bispjeberg sjúkrahússins í Kaupmannahöfnsem hana framkvæmdu.Rannsóknin miðaði að því að kanna styrk roðavaldandi geisla sólarinnar hér á landi og fóru mælingar frá á tímabilinu apríl til september á síðasta ári. Notaður var útfjólublár ljósnemi sem nemur aðeins roðavaldandi geisla. Nemanum var komið fyrir í Skorradal þannig að skuggi gat ekki fallið á hann frá aðliggjandi trjám eða öðru í umhverfinu.

Mælieiningin sem er notuð til að kanna hversu sterk sólin er og líkur á að fólk brenni kallast staðlaður roðaskammtur. Fjöldi staðlaðra roðaskammta sem sólin gefur frá sér á tímaeiningu er mælikvarði á hve mikið geislamagn sá sem er úti í sólinni í þann tíma hefur fengið á sig.

Í greininni segir um meðalmanninn:

Í byrjun sumars þolir dæmigerður Íslendingur með venjulega húðgerð 4 staðlaða roðaskammta á sólarhring. Síðar um sumarið hefur húðin dökknað og þykknað og þá hækkar talan upp í 5-6. Hjá þeim sem þola sólina illa eru samsvarandi tölur 1 og 2 roðaskammtar, en eftir það fer húðin að brenna.

Niðurstöður úr mælingu 2010. Í júní mældust að meðaltali 20 roðaskammtar á dag, en það var sólríkasti mánuðurinn:

Ef gert er ráð fyrir að einstaklingur í fríi sé úti í 8 klukkustundir á sólríkum degi, fari út klukkan 10, taki sér hvíld á milli 12 og 13 og sé síðan úti til klukkan 18, má áætla fjölda staðlaðara roðaskammta á slíkum degi. Miðað við þessar forsendur er um 24 staðlaða roðaskammta að ræða á sólríkustu dögunum, sem er nálægt fimmfaldur sá skammtur sem þarf til að húðin roðni. Ef miðað er við einstakling sem er í vinnu og tekur golfhring frá kl. 15-19 fær hann á sig 10 SRS, eða tvöfaldan þann skammt sem þarf til að sólbrenna.

Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn.

Undanfarin ár hefur húðkrabbamein verið mikið í umræðunni, enda hefur tíðni húðæxla í heild tvöfaldast á síðustu tíu árum. Hefur þessi aukning jafnan verið tengd við aukna notkun ljósabekkja, en í greininni kemur fram að minna hafi verið vitað um tengsl aukningarinnar við sól hérlendis. Sólargeislar hafi oft verið taldir veikir hérlendis í samanburði við önnur lönd, en sú fullyrðing hafi ekki verið byggð á gögnum:

Rannsókna er þörf á sólvenjum Íslendinga áður en hægt er að fullyrða um hve mikinn þátt sólin á Íslandi á í háu nýgengni sortuæxla hérlendis.

Það skal þó tekið fram að sumarið 2010 var óvenjugott á Íslandi. Júní var mjög sólríkur og hitamet voru slegin, en sumarið hefur ekki verið jafngott í ár. Það er því ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Samfelldar mælingar margra ára þurfa að liggja fyrir áður en hægt er að leggja endanlegt mat á styrk sólarinnar á Íslandi. Þá hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir á hegðun íslendinga hér á landi á sólríkum dögum og þyrftu slík gögn einnig að liggja fyrir, til að áætla hve mikla sól hinn dæmisgerði Íslendingur fær á sig að sumarlagi.

www.pressan.is

Fjallað var um mælingarnar í kvöldfréttum RÚV 11.07.2011

Stöð 2 fjallaði einnig um málið

sol2010 sol_ed rodav

Psoriasis getur fylgt hækkun á kólesteróli

Á síðustu árum hefur komið fram fjöldi rannsókna þar sem sýnt hefur verið fram á tengsl psoriasis og hækkunar á blóðfitu. Kólesteról er mikilvæg blóðfita fyrir líkamsstarfsemi okkar en ef það er of hátt eykur það líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ekki er þekkt hvers vegna of hátt kólesteról fylgir psoriasissjúkdómnum. Of háu kólesteróli fylgja engin líkamleg einkenni, en æðarnar geta skemmst sem getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Það er því mjög mikilvægt að greina kólesterólshækkun snemma þannig að hægt sé að lækka kólesterólið og draga þannig úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.

Viðmiðunarmörk kólesteróls eru eftirfarandi:
koleterol
Æskilegt er að HDL kólesteról (góða kólesterólið) sé hærra 1,1 mmol/l og að LDL kólesteról (vonda kólesterólið) ekki hærra en 3,37 mmol/l.

Varðandi mataræði sem getur gagnast þeim sem hafa of hátt kólesteról þá bendum við á umfjöllun hér á eftir:
Kólesteról - upplýsingabæklingur Hjartaverndar sem m.a. fjallar um mataræði
Ráðleggingar Lýðheilsustofnunar um mataræði (almennt)
Ég er með of hátt kólesteról – hvað er til ráða? - Umfjöllun á doktor.is

Ef breytt mataræði bætir ekki kólesterólsgildin, eða ef gildi þitt er mjög hátt er rétt að leita ráðgjafar hjá hjartalækni, efnaskiptalækni eða heimilislækni.

Til minnis - Gildin þín:
kolesterol2
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30