Ljósabekkir

Sortuæxli og frumubreytingar

Greining á blettum (naevus) í húð hefur lengi vafist fyrir læknum og ekki að ástæðulausu. Þótt til séu reglur um hvaða bletti sé eðlilegt að fjarlægja eru frávikin mikil og ekki óalgengt að niðurstöður vefjagreiningar komi lækninum á óvart. Mikilvægi frumubreytinga í blettum (dysplasia, architectural disorder) hefur einnig verið umdeilt þótt nú hafi náðst allgóð sátt um túlkun þeirra. Frumubreytingar gefa til kynna að viðkomandi sé í aukinni hættu á að fá sortuæxli. Ef náin ættmenni hafa einnig frumubreytingar eða hafa haft sortuæxli þarf að hafa gott eftirlit með sjúklingnum. Meginástæða þess að blettur er fjarlægður er grunur um frumubreytingar eða sortuæxli.
Skoða nánar

Ljósabekkir og áhættan á sortuæxlum

Lokaverkefni Elínar Önnu Helgadóttur við Læknadeild Háskóla Íslands.Skoða nánar

Hættan er ljós

Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson fjalla um áhrif ljósabekkja á myndun sortuæxlaSkoða nánar
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30