Ráðleggingar til þeirra sem þjást af bólum

Auk þess að nota þau lyf sem læknirinn hefur ávísað skaltu hafa eftirfarandi í huga ef þú þjáist af bólum:

  • Hægt er að hjálpa öllum sem þjást af bólum. Meðferðin getur þó tekið langan tíma.
  • Forðist mikinn raka, t.d. gufuböð, vinnu í heitu eldhúsi og rakt loftslag.
  • Neytið sykurskertrar, eggjahvítuefnaskertrar fæðu. Neytið ekki mikið af mjólkurvörum. Borðið mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti.
  • Forðist fæðubótarefni
  • Ef þú reykir, hættu þá að reykja. Reykingar torvelda tæmingu fitu úr fitukirtlunum og auka líkur á að þeir stíflist.
  • Ekki bera olíur eða feitar snyrtivörur á bólusvæðið. Reynið að nota eingöngu vörur sem eru sérstaklega gerðar fyrir bóluhúð.
  • Skrúbbmeðferð og maskar geta aukið á bólur.
  • Ekki klóra í húðina eða kreista bólurnar.
  • Sólskin sem berst í gegnum rúðugler getur hjálpað.

Acne
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-15:30